Í Kína fyrir 28 árum

 

Kina er mikiđ í sviđsljósinu um ţessar mundir vegna vćntanlegra Olympíuleika,sem verđa í Kína í sumar en einnig vegna átaka viđ Tíbet.

Áriđ 1980 fór ég til  Kína í bođi borgarstjórnar Peking. Međ í för voru Birgir Ísl. Gunnarsson og Sigurjón heitinn Pétursson.Viđ lögđum af stađ daginn eftir spennandi forsetakosningar hér,ţegar Vigdís Finnbogadóttir var kosinn forseti í fyrsta sinn.Viđ flugum fyrst til Parísar en tókum ţar nýja flugvél,ţotu af gerđinni  Boing 747, en Kínverjar höfđu ţá eignast nokkrar slíkar og voru ađ opna nýja flugleiđ milli Parísar og Peking. Heimsóknin til Kína var mjög áhugaverđ. Viđ  áttum ţess kost ađ ferđast vítt um landiđ og fara m.a. upp á Kínamúrinn. Ţetta var á ţeim tíma,ţegar landiđ var ađ byrja ađ opnast og fyrstu  erlendu fjárfestarnir voru komnir til landsins og bjuggu á hótelum.Á nćstu árum á eftir varđ gífurlegur uppgangur í Kína,fyrst og fremst vegna erlendra fjárfestinga og átti uppgangurinn eftir ađ aukast ár frá ári.Viđ heimsóttum fólk í litlum íbúđum ,ţar sem margar kynslóđir bjuggu saman og viđ sáum tvćr hliđar í Kína: Erfiđ lífskjör og ţröngan húsakost og gífurlega uppbyggingu í ţungaiđnađi,verksmiđjur og virkjanir.Einnig sáum viđ sýnishorn af landbúnađi.Ţá fórum viđ í leikhús og sáum  kínverska leiklist.Á ţessum tíma var ekki mikiđ um ferđir til Kína. En fyrir okkur var ţetta mikiđ ćvintýri. Frá Kína fórum viđ til Hong Kong og sáum ţar algera andstćđu Kína: Vörugnótt og lágt vöruverđ og algeran luxus.

Björgvin Guđmundsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband