Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Gallar kapitalismans
Fólk hefur undrast uppgang íslensku bankanna og íslenskra fyrirtækja í útrás. Þessir aðilar hafa rakað að sér peningum.Á sama tíma og verkafólk hefur haft rúmar 100 þúsund á mánuði hafa stjórnendur og aðrir toppar þessara fyrirtækja verið með margar milljónir í kaup á mánuði og sumir tugi milljóna. Mönnum hefur ofboðið bruðlið og ferðamátinn. Einkaþotur hafa flogið með liðið fram og aftur.Menn hafa dásamað einkavæðingu bankanna og einkarekstur yfirleitt,hið frjálsa markaðshagkerfi,kapialismann.En kapitalisminn hefur á sér aðra hlið: Samdrátt,kreppu,verðfall og gjaldþrot fyrirtækja. Nú er komið í ljós,að útrásin var að mestu leyti fjármögnuð með erlendu lánfé. Bankarnir áttu stóran þátt í því að útvega það lánsfé. En það getur reynst erfitt að greiða erlendu lánin til baka,þar eð lánskjörin hafa vernsað mikið. Og þá er horft til mömmu,ríkisins. Er nú komið að því að þjóðnýta tapið?. Það verður að fara varlega í að láta ríkið greiða óráðsíu íslenskra banka.Ef ríkið á að vera bakhjarl íslensku bankanna verður að setja ströng skilyrði og láta Seðlabankann hafa strangt eftirlit með starfsemi bankanna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta varður eins og það hefur alltaf verið, almenningur borgum brúsann á endanum á einn eða annan hátt.
Georg P Sveinbjörnsson, 3.4.2008 kl. 13:36
Ég las fyrirsögnina vitlaust og hélt að það væri verið að tala um einhverskonar einkennisbúning, samfestingur kapítalismans
Guðríður Pétursdóttir, 3.4.2008 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.