Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Grænt ljós á álver í Helguvík
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur með úrskurði staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat álvers í Helguvík. Fellst ráðherra því ekki á kæru Landverndar, sem vildi að matið yrði ógilt.
Landvernd vildi láta framkvæma heildarumhverfismat fyrir álver, virkjun og flutningslínur, að því er frá var greint á blaðamannafundi í ráðuneytinu síðdegis í dag.
Þórunn sagði að matsferlið væri of langt komið til að hægt væri að snúa því við. Úrskurðinn um að ákvörðun skipulagsstofnunar stæði væri að lögum, en ekki er þar með sagt að hann sé ráðherra að skapi.
Sagðist Þórunn ætla að beita sér fyrir því að gerð yrði stjórnarskrárbreyting til þess að hægt væri að grípa inn í ferli sem þetta, þótt það væri langt komið. Náttúran þurfi vörn í stjórnarskránni.
Þetta er athyglisverð niðurstaða. Ég átti alveg eins von á að Þórunn mundi ógilda umhverfismatið en hún segir að málið hafi verið of langt komið. Hún telur,að ákvörðun skipulagsstofnunar um umhverfismat hafi verið að lögum.Búast má við,að úrskurður Þórunnar muni verða mjög umdeildur.
Björgvin Guðmundsson
Vill stjórnarskrárbreytingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.