Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Efling lýsir óánægju
Efling-stéttarfélag lýsir mikilli óánægju með þróun efnahags- og verðlagsmála frá því kjarasamningar voru undirritaðir 17. febrúar sl. Eitt meginmarkmið samninganna var að tryggja kaupmátt og stöðugleika í efnahagsmálum og þar tók launafólk á sig mikla ábyrgð. Ef forsendur kjarasamninga bresta þá lýsir Efling-stéttarfélag fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni vegna aðgerðaleysis hennar. Þetta kemur fram í nýrri ályktun frá stjórn Eflingu.
Þetta gerist þrátt fyrir margra mánaða ítrekaðar tillögur samningsaðila atvinnulífsins til að hafa áhrif á vaxta- og verðlagsmál. Efling-stéttarfélag krefst þess að vextir bankanna verði lækkaðir og hafnar öllum hugmyndum um enn frekari hækkun stýrivaxta við þessar aðstæður.
Þeir forsvarsmenn í viðskiptalífinu sem nú kynda undir verðbólgunni með hækkunum á vöru og þjónustu eru að valda atvinnulífinu, fyrirtækjum í landinu en síðast en ekki síst íslenskum heimilum óbætanlegu tjóni. Efling-stéttarfélag vill sérstaklega hrósa þeim fyrirtækjum eins og IKEA sem hafa axlað samfélagslega ábyrgð við þessar aðstæður og haldið vöruverði óbreyttu fram á haust. Félagið hvetur önnur fyrirtæki til að feta í fótspor IKEA og almenning til að halda vöku sinni í verðlagsmálum og beina viðskiptum sínum til þeirra fyrirtækja sem halda aftur af verðhækkunum.
Ég tek undir ályktun Eflingar. Ég tel,að verslanir og fyrirtæki séu að eyðileggja kjarasamningana með því að hækka vörur löngu áður en tilefni er til. Ikea hefur sýnt gott fordæmi. Þeir hækka ekkert og segja,að meðan gengi krónunnar hafi staðið sterk hafi fyrirtækið gengið vel og því haft eitthvað upp á að hlaupa þegar krónan lækkaði.Gott viðhorf.
Björgvin Guðmundsson
.
![]() |
Lýsa fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.