Föstudagur, 4. apríl 2008
Hannes Hólmsteinn tekur rétt á málum
Hannes Hólmsteinn var í kastljósi í gær og sagði,að sér hefðu orðið á mistök við ritun fyrsta bindis ævisögu Halldórs Laxness.Hann kvaðst ætla að rita það bindi á ný. Hann sagði ,að hann mundi læra af mistökunum.Þetta var hraustlega mælt hjá Hannesi Hólmsteini. Hann er maður að meiri.
Rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, átelur vinnubrögð Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors í stjórnmálafræði í bréfi sem hún hefur sent honum og gerir þá kröfu að þau verði ekki endurtekin. Segir rektor að vinnubrögð hans hafi rýrt traust skólans. Bréfið er sent í kjölfar dóms Hæstaréttar frá 13. mars sl. Samkvæmt dómnum er dr. Hannesi gert að greiða Auði Sveinsdóttur, ekkju Halldórs Laxness fébætur og málskostnað fyrir að hafa í fjölmörgum tilvikum brotið gegn höfundarétti eiginmanns hennar.
Í bréfi rektors kemur fram að rektor telji að staðfesting Hæstaréttar á því að dr. Hannes hafi við ritun ævisögunnar brotið gegn höfundarétti Halldórs Kiljans Laxness sé áfall fyrir Háskóla Íslands. Dómurinn sé staðfesting þess að dr. Hannes hafi sýnt af sér óvandvirkni í starfi sem teljist ósæmileg og ósamrýmanleg þeim kröfum sem Háskóli Íslands geri til akademískra starfsmanna sinna.
Björgvin Guðmundsson
Átelur vinnubrögð Hannesar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já þetta var kanski ekki það sem maður átti von á og hann gerði Sigmar eiginlega kjaftstopp með þessari afstöðu sinni.
Hitt er annað að dómurinn er svolítið sérstakur því mér skilst að þetta hafi verið skaðabótamál og Auði voru dæmdar bætur vegna höfundarréttar. Hinsvegar hefur hún ekki sýnt framá hvert tap hennar var sem mér hefur skilist að sé frumatriði í skaðabótamáli. Þú verður að sýna framá hvaða skaða þú hefur orðið fyrir til að geta farið í skaðabótamál.
Landfari, 4.4.2008 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.