Mótmæli bílstjóra njóta mikillar samúðar

Allir vilja borga minna fyrir eldsneyti á bíla sína, en mótmælaaðgerðir atvinnubílstjóra kosta samfélagið mikið.

Mótmælaaðgerðirnar hafa nú staðið yfir í sex daga og á hverjum morgni og stundum síðdegis hefur umferð verið stöðvuð í um klukkustund í einu á háannatíma á helstu stofnleiðum eins og til dæmis í Ártúnsbrekku, á Kringlumýrabraut, Hafnarfjarðarvegi og Reykjanesbraut. Vegagerðin og framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar mæla umferðarálag á þessum stöðum og út frá þeim mælingum er ljóst, að að minnsta kosti 4.000 ökutæki hafi stöðvast í aðgerðunum á höfuðborgarsvæðinu á hverjum degi. Samkvæmt könnunum Bjargar Helgadóttur, landfræðings hjá framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkur, eru um 1,2 til 1,3 manns í hverjum bíl að meðaltali, þegar umferðarálagið er sem mest í borginni. Það þýðir að um 5.000 manns hafa stöðvast í umferðinni vegna aðgerðanna daglega, miðað við umferðarstopp einu sinni á dag, eða 30.000 manns á sex dögum. 

Vissulega er þetta mikið rask og bakar almenningi mikil óþægindi.En þrátt fyrir það  njóta aðgerðir bílstjóranna mikillar samúðar almennings. Það er vegna þess,að mönnum finnst skattheimta ríkisins  af eldsneyti bila óeðlilega mikil og vilja að hún lækki.Ég er sammála því.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Dýr mótmæli bílstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Björgvin mætti benda þér að að lesa góða bloggfærslu Indriða H. Þorlákssonar um skattheimtu af eldsneyti.

Sveinn Ingi Lýðsson, 4.4.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband