Föstudagur, 4. apríl 2008
Ekkert gerist í kvótamálinu!Ríkisstjórnin hagar sér eins og stjórn í bananalýðveldi
Nú styttist óðum sá tími,sem
islenskum stjórnvöldum var gefinn til þess að bregðast við úrskurði Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um mannréttindabrot við framkvæmd kvótakerfisins í sjávarútvegi.En ekkert bólar á því,að ríkisstjórnin ætli að gera nokkurn skapaðan hlut í málinu. Svo virðiust sem hún ætli að haga sér eins og ríkisstjórn í bananalýðveldi: Stinga hausnum í sandinn og gera ekki neitt.Þegar rætt er við ráðherra Sjálfstæðisflokksins um mál þetta tala þeir út og suður og drepa málinu á dreif.Ingibjörg Sólrún varpaði fram þeirri tillögu að byggðakvótinn yrði boðinn upp. En það leysir ekki það vandamál,sem hér um ræðir. Byggðakvótinn er svo lítill hluti heildarkvótans,að uppboð á honum segir ekkert sem lausn á þessu máli. Það verður að bjóða upp allar veiðiheimildirnar eða a.m.k. mikinn meirihluta þeirra ef fara á uppboðsleiðina. Ef ríkisstjórnin hundsar álit Mannréttindanefndar Sþ. missir hún allt álit á alþjóðavettvangi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.