Föstudagur, 4. apríl 2008
Eldri borgarar fengu minna en þeir lægst launuðu
Ég tel,að eldri borgarar hafi ekki fengið þá hækkun á lífeyri,sem þeir áttu að fá vegna kjarasamninganna.Fram til 1995/6 fengu þeir sjálfvirkt sömu hækkun og nam hækkun á lágmarkslaunum á almennum vinnumarkaði. Þá voru þessi tengsl afnumin en Davíð Oddsson,þáverandi forsætisráðherra,lýsti því þá yfir,að eldri borgarar mundu ekki skaðast við þá breytingu. Þeir yrðu jafn vel settir og áður.
Nú breyttust lægstu laun sem hér segir:Þeir sem eru á launum sem byggja á taxtakerfum voru að fá 18.000-21.000 kr. Sú hækkun nemur 10-15%. Þetta eru almennt þeir lægstlaunuðu.
M.ö.o: Samkvæmt yfirlýsingu forsætisráðherra frá því fyrir 12 árum eiga eldri borgarar nú að fá 10-15% hækkun á bótum en þeir fengu aðeins 7,4%. Það er sem sagt haldið áfram að hafa eitthvað af eldri borgurum. Ólafur Ólafsson fyrrverandi formaður LEB kallaði það gliðnun,að launafólk fékk alltaf meiri hækkun en eldri borgarar. Nú virðist þessi gliðnun halda áfram.Átti ekki að stöðva hana og bæta eldri borgurum upp eitthvað af því,sem, haft hafði verið af þeim?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.