Sveitarfélögin fá 1400 millj. kr. aukaframlag

Kristján Möller, samgönguráðherra, segir að fyrir liggi að setja reglur varðandi úthlutun 1.400 milljón króna aukaframlags Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, en því framlagi er ætlað að jafna aðstöðumun sveitarfélaga sem talin eru í mestri þörf fyrir sérstakt viðbótarframlag vegna þróunar í rekstrarumhverfi þeirra og erfiðra ytri aðstæðna. Þetta kom fram í ræðu hans á landsfundi Samtaka íslenskra sveitarfélaga í dag.

„Vinna er nú hafin við að ákveða hvernig að þessu verður staðið í ár og á þessum tímapunkti get ég ekkert um þær reglur sagt sem úthlutun framlaganna mun byggja á. Náið samráð verður haft við Samband íslenskra sveitarfélaga um úthlutunarreglurnar.

Það er fagnaðarefni,að sveitarfélögin fái aukið fjármagn .Fjárhagur þeirra er almennt mjög slæmur og m.a. skulda sveitarfélögin mikið erlendis.Nú er rætt um að flytja málefni aldraðra til þeirra og þá verða þau að fá aukið fjármagn til þess að standa undir þeim málaflokki.Almennt tel ég til bóta að flytja aukin verkefni til sveitarfélaganna. Þau eru í nánari snertingu við borgarana en ríkið og ættu því að geta sinnt verkefnum betur.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is 1.400 milljónum úthlutað til sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband