Er ég of harður við Samfylkinguna?

Sumum finnst ég  of harður við Samfylkinguna að gera kröfu til þess að hún efni mörg af kosningaloforðum sínum strax á fyrsta ári í ríkisstjórn.Það kann vel að vera að ég sé full strangur.En ég geri meiri kröfur til Samfylkingarinnar en ég gerði til Framsóknar eða Sjálfstæðisflokksins. Ég sé heldur ekki rökin fyrir því að það þurfi að draga  efndir á kosningaloforðum. Þau má og á að efna strax.Ég hefi einkum látið málefni aldraðra til mín taka.Ég vil,að Samfylkingin efni kosningaloforð sín við eldri borgara. Mér er að vísu ljóst,að  Samfylkingin er ekki ein í stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn er þarna líka. En ef hann er andvígur kjarabótum til aldraðra er best að það komi fram.Ég er óánægður með að ríkisstjórnin skyldi ekki byrja á því að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum þannig að hann dygði fyrir framfærslukostnaði en mikið vantar á að svo sé.Það mál hefði átt að leggja strax fyrir sumarþingið. Það þurfti enga nefnd eða verkefnisstjórn til þess að ákveða breytingar á lífeyri. Allar upplýsingar lágu fyrir. Það mátti láta fyrsta áfanga hækkunar koma til framkvæmda strax og næsta áfanga síðar.Hér er ég að tala um leiðréttingar á lífeyri. Ekki má rugla leiðréttingu saman við hækkun vegna kauphækkunar verkafólks. Lífeyrisþegar eiga að fá sömu hækkun og þeir lægst launuðu á almennum vinnumarkaði.Og  vegna þess að lífeyrir hefur ekkert hækkað frá kosningum á lífeyrir frá TR að hækka eins og lágmarkslaun hækka mest eða a.m.k. um 15% en þeir fengu aðeinss 7,4%. Gliðnunin heldur því áfram. Það  átti að leiðrétta eldri gliðnun en ekki að láta hana aukast.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki samþykkja kröfur Samfylkingarinnar um eðlilegar kjarabætur aldraðra og öryrkja hefur Samfylkingin ekkert í ríkisstjórninni að gera.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband