Laugardagur, 5. apríl 2008
Verða börn greindari af því að borða fisk?
Ef konur vildu hámarka vitsmunaþroska barna sinna ættu þær að borða fisk oftar en tvisvar í viku meðan á meðgöngu stendur, segir dr. Emily Oken, prófessor í læknisfræði við Harvardháskóla, en hún ásamt öðrum hefur nýlokið rannsókn á áhrifum fiskáts kvenna á meðgöngu á vitsmunaþroska barna við þriggja ára aldur. Sýndu börn þeirra kvenna sem borðuðu fisk oftar en tvisvar í viku á meðgöngu meiri vitsmunaþroska en önnur börn.
Þetta er athyglisverð rannsókn. Áður hefur verið vitað,að fiskur er mikið hollari en kjöt og ýmiss annar matur. En hér er komin ný ástæða fyrir því að fiskneysla verði aukin. Það er tvímælalaust rétt stefna að auka fiskneyslu sem mest.
Björgvin Guðmundsson
Fiskur gerir börnin greindari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.