Er vorið að koma?

Sumum þykir hann hafa blásið nokkuð stíft að norðan að undanförnu og sums staðar heyrist tal um kaldan vetur en allt er þetta orðum ofaukið og jarðræktarsérfræðingar, ráðunautar og aðrir túnsérfræðingar víðs vegar um land hafa ekki heyrt af skemmdum á túnum og telja almennt litla hættu á kali í vor.

Líðandi vetur er sá kaldasti síðan 2002 en hitinn hefur samt verið í meðallagi, að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings. Hann bendir reyndar á að miklu oftar hafi verið kaldara á vetrum en hlýrra og í því samhengi hafi hann verið hlýr að þessu sinni.

Hvað sem bollaleggingum veðurfræðinga líður og staðreyndum,sem, þeir tilgreina er maður orðinn hundleiður á vetrinum  og vill fara að fá vor og  hlýindi.Vorið verður sérstaklega kærkomið að þessu sinni.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Beðið eftir gróanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband