Sunnudagur, 6. apríl 2008
Lífeyrir eldri borgara á að hækka um 15% vegna kjarasamninganna
Fram til ársins 1995-96 hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja sjálfvirkt um sömu hlutfallstölu og lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði.Samkvæmt því fyrirkomulagi hefði lífeyrir frá TR nú hækkað um 15% eins og lágmarkslaun verkafólks. Skorið var á þessi sjálfvirku tengsl 1995/96 en þáverandi forsætisráðherra lýsti því þá yfir, að kjör aldraðra og öryrkja mundu ekki að versna við þá breytingu.Þessir aðilar yrðu tryggðir bæði með belti og axlaböndum. Ákveðið var að við breytingu á lífeyri yrði tekið mið af launaþróun. Með hliðsjón af yfirlýsingu forsætisráðherra frá því fyrir 12 árum er alveg ljóst, að lífeyrir aldraðra og öryrkja á að hækka nú jafnmikið og lágmarkslaun verkafólks hafa hækkað, eða um 15%. Annað eru svik.Því var lofað, að kjör aldraðra og öryrkja myndu ekki versna við þá breytingu að skera á sjálfvirku tengslin milli launa og bóta. Við þetta loforð á að standa..
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.