Sunnudagur, 6. apríl 2008
Skammast mín fyrir Miðbæinn
Ég er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og ólst upp í Vesturbænum. Sem unglingur var ég mikið í Miðbænum og langt fram eftir aldri heimsótti maður mikið Miðbæinn og gamla bæinn.Nú hefur ferðum á þessar slóðir fækkað,aðalega vegna þess hve þessir bæjarhlutar eru í mikilli niðurníðslu.Það keyrir þó alveg um þverbak undanfarið þegar húsin eru látin drabbast niður án þess að nokkuð sé gert og veggjakrot út um allt. Þetta er til skammar fyrir borgina. Nú er verið að þrífa eitthvað af veggjakrotinu og er það vel. En Það er ekki nóg. Það verður að gera eitthvað í húsunum,sem eru að drabbast niður. Það verður að skipa eigendum að gera við húsin. Eigendum fasteigna er skylt að halda þeim við, þó gömil séu. Borgaryfirvöld verða að taka þessi mál föstum töku.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.