Valgerður vill kasta krónunni

Valgerður Sverrisdóttir,fyrrverandi ráðherra,var í skemmtilegu viðtali á Bylgjunni hjá Valdísi Gunnarsdóttur í morgun.Kom Valgerður víða við,ræddi uppvöxt sinn fyrir norðan,skólagöngu í Reykjavík,hjónaband með norskum manni og síðast en ekki síst stjórnmálaferilinn. Hún sagði,að það hefði verið mjög  áhugavert að vera iðnaðar-og viðskiptaráðherra og að vera utanríkisráðherra í eitt ár.Valgerður taldi krónuna of veikan gjaldmiðil í okkar litla hagkerfi og að við yrðum að taka upp aðra mynt.Evra yrði ekki tekin upp án aðildar að ESB. Hún tók undir hugmynd Magnúsar Stefánssonar um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Ísland ætti að sækja um aðild að ESB.

Valgerður sagðist ætla að halda áfram í pólitík og vinna að því að Framsókn kæmist til áhrifa á ný.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll. Slæmt að missa af þessu viðtali við Valgerði. Hún er reynslumikil kona og skemmtileg og ef einhver getur komið Framsókn á kortið aftur er það hún að mínu áliti. Auðvitað er það lýðræðislegt að kjósa og sjálfsagt að kjósa um það sem er efst á baugi hverju sinni. Ég er samt ekki þeirrar skoðunar að það þurfi að kasta krónunni og afsala þar með sjálfstæði okkar til Evrópusambandsins. Mér sýnist að það séu bestu lífskjörin í þeim löndum sem halda í sína eigin mynt. Það eru hinsvegar margir aðrir þættir sem þarf að laga í okkar velferðarsamfélagi og kökunni mjög misskipt. Kveðja Kolbrún

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.4.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband