Mánudagur, 7. apríl 2008
Á Ísland að fá sæti í Öryggisráðinu
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði erfitt að meta hversu raunhæfa möguleika Ísland ætti að komast í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Hún ræddi framboðið við forystumenn sem sóttu fund Atlantshafsbandalgsins í Búkarest í Rúmeníu.
Greidd verða atkvæði um framboð í öryggisráðið í október nk. Ingibjörg Sólrún sagðist ekki treysta sér til að spá fyrir um líkur á að Ísland næði kjöri í ráðið.
Utanríkisráðuneytið hefur lagt mikla vinnu í að afla Íslandi fylgis. Hefur það kostað talsverða fjármuni Miðað við það er æskilegt að baráttan beri árangur og Ísland fái sæti í Öryggisráðinu. Hins vegar er mikil spurning hvort Ísland átti nokkru sinni að sækjast eftir þessu sæti. Þetta er ef til vill of dýrt fyrir Ísland og það mun kosta aukinn mannafla fyrir Island ef sætið vinnst.
Björgvin Guðmundsson
Ræddi framboð Íslands í öryggisráðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.