Mánudagur, 7. apríl 2008
Ísland sniðgangi opnunarhátíð olympíuleikanna
Þrátt fyrir öryggisgæslu tókst mótmælendum að trufla hlaup með ólympíukyndilinn um götur Parísar í morgun og gripu embættismenn til þess ráðs að slökkva á kyndlinum og settu inn í rútu. Nokkrir hafa verið handtekinn í mótmælunum í París í morgun. Hlaupið hófst við Eiffel-turninn laust upp úr klukkan hálf ellefu að íslenskum tíma, en til stóð að því lyki klukkan þrjú.
Nokkrar þjóðir hafa ákveðið að sniðganga opnunarhátíð Olympíuleikanna í Peking. Með þvi vilja þær mótmæla ofbeldi Kínverja i Tíbet og kúgun Kinverja á íbúum Tibet.Ég tel,að Ísland ætti að fara að fordæmi þessara þjóða og sniðganga opnunarhátíðina.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.