Kærkomin hækkun húsaleigubóta

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, undirritaði í dag reglugerð sem kveður á um hækkun húsaleigubóta frá og með 1. apríl. Húsaleigubætur hafa ekki hækkað frá árinu 2000. Einnig mun ríkið nú í fyrsta skipti koma að greiðslu sérstakra húsaleigubóta.

Samkvæmt reglugerðinni hækka grunnbætur húsaleigubóta um 69%, úr 8000 krónum í 13.500 krónur, bætur vegna fyrsta barns hækka um 100%, úr 7000 krónum í 14.000 krónur og bætur vegna annars barns hækka um 42%, úr 6000 krónum í 8500 krónur. Hámarkshúsaleigubætur hækka þar með um 15.000 krónur eða um 48% og geta hæstar orðið 46.000 krónur í stað 31.000 krónur áður. Hækkunin tekur gildi frá og með 1. apríl síðastliðnum en húsaleigubætur hækkuðu síðast árið 2000.

Þessi hækkun húsaleigubóta er kærkomin. Margt ungt fólk og eldri borgarar  á nú í miklum erfiðleikum með að greiða húsaleigu vegna þess hve mikið hún hefur hækkað. Húsaleigubæturnar geta því  hjálpað til.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Húsaleigubætur hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já flott hjá kjéllu ..

Manni munar nú um minna  því miður

 Jóhanna er flott þarna !

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 16:43

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Frábært hja henni en ansi er eg hræddur um að græðgisdeildin hækki bara husaleigu í staðin þo eg vona að nú sé kannski komið að þvi að siðferði lendi ofar auðhyggju hér á landi

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.4.2008 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband