Miklar breytingar á innflutningi matvæla frá ESB

Umfangsmiklar breytingar eru í sjónmáli á innflutningi matvæla, á eftirliti með matvælum og á fyrirkomulagi dýralæknaþjónustu verði frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á matvælalöggjöfinni að lögum. Lögð er áhersla á að samræma löggjöf og eftirlit með matvælum á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, „frá hafi og haga til maga“, eins og segir í greinargerð.

Bann við innflutningi á hráu kjöti, mjólk og eggjum frá löndum EES verður fellt niður ef vörurnar uppfylla evrópsk skilyrði um heilbrigðisvottun. Veittur er aðlögunartími þannig að lögin taki gildi varðandi innflutning á kjöti, mjólk, eggjum og hráum afurðum úr þessum matvælategundum 27. apríl 2009. Jafnframt gildir aðlögunartíminn um unnar vörur úr mjólk

Breytingar þessar eru umdeildar sem von er. Bændur eru óhressir svo og innlendar kjötvinnslur. Bent er réttilega á,að framboð á kjöti muni aukast.Vissulega er það rétt.En þetta ætti að  vera neytendum í hag og geta lækkað vöruverð. Þróunin er öll í þessa átt og Alþjóðaviðskiptastofnunun vinnur að því að fella niður alla tolla og þegar það nær fram að ganga opnast íslenski  markaðurinn enn meirra. ESB hefur í gildi mjög strangar heilbrigðisreglur svo að við ættum ekki að þurfa að óttast að flutt verði inn sýkt kjöt.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Frá haga til maga á öllu EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Vöruverð kemur ekki til með að lækka til langs tíma það er það grátlegasta í þessu öllu saman

Við höfum grænmetið, en það er dýrara í dag en fyrir tollaniðurfellingu 

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 8.4.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband