Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Mikill ágreiningur VG og Samfylkingar
Mikill ágreiningur ríkir nú milli Samfylkingar og VG í umhverfismálum og raunar í fleiri málum einnig.Ég harma þennan ágreining,þar eð ég tel,að þessir flokkar eigi margt sameiginlegt .Ágreiningur þessara flokka er farinn að minna mikið á ágreining Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins á meðan þeir flokkar voru við líði. Í umhverfismálum deila þessir flokkar nú um álver í Helguvík. Umhverfisráðherra,Þórunn Sveinbjarnardóttir, taldi sig ekki geta stöðvað álverið,þar eð skipulagsstofnun hafði framkvæmt umhverfismat sem var jákvætt fyrir framkvæmdina og ráðherra taldi sig ekki hafa lagaheimild til þess að fella matið úr gildi. VG telur,að ráðherra hefði átt að fella matið úr gildi og láta reyna á málið fyrir dómstólum. Ég er efins í að ráðherra VG hefði farið öðru vísi að en Þórunn.Menn vilja ekki brjóta lög þó skoðanir séu sterkar.
Ég skora á flokkana að slíðra sverðin.Það kemur dagur eftir þennan dag.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.