Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Eldri borgarar fá ekki fund með forsætisráðherra
Á heimasíðu Landssambands eldri borgara (LEB) stendur eftirfarandi:
Ósk um fund með forsætisráðherra |
Forsætisráðherra Reykjavík 20. febrúar 2008. Framkvæmdastjórn LEB óskar eftir fundi með forsætisráðherra við fyrsta tækifæri. Framkvæmdastjórnin fór yfir niðurstöður nýafstaðinna kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins á fundi sínum í dag, 20. febrúar. Framkvæmdastjórnin ákvað að leita eftir fundi með yður, herra forsætisráðherra, til að fara yfir þau atriði sem snúa að hagsmunum eldri borgara.
Enn hefur ekki fengist fundur með forsætisráðherra.Enda þótt forsætisráðherra hafi mikið að gera getur hann ekki dregið það lengur að kalla á LEB til fundar við sig.Ráðherrunum ber skylda til þess að ræða við félagasamtök um brýn mál,sem þau vilja ræða.Það er ágreiningur um það hvað eldri borgarar hefðu átt að fá miklar kjarabætur vegna nýgerðra kjarasamninga. Það hefði verið til bóta,að ráðherrann hefði sinnt erindi LEB áður en ákveðið var að greiða eldri borgurum 4-5 þúsund í staðinn fyrir 18000 kr. á mánuði. Björgvin Guðmundsson
|
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:56 | Facebook
Athugasemdir
Er forsætisráðherra aðeins forsætisráðherra fyrir suma? Þetta er forkastanlegt því forsætisráðherra er forsætisráðherra allrar þjoðarinnar, ekki aðeins Sjálfstæðisflokksins. Eldri borgarar eiga betra skilið en sú smánarlega fjárhæð sem þeim er ætlað.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 8.4.2008 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.