Baugur selur FL group og 365

Baugur Group selur öll fjármála-, tækni og fjölmiðlafyrirtæki sín og ætlar að einbeita sér að fjárfestingum í smásölu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gærkvöld. Fjárfestingafélagið Stoðir Invest, sem er í eigu helstu hluthafa Baugs, kaupir hluti Baugs í fjölmiðla- og fjarskiptafélögum og Styrkur Invest, sem er í eigu Kaldbaks ehf., fjárfestingarfélags Samherja og helstu hluthafa Baugs, kaupir hluti Baugs í fjárfestinga- og fjármálafyrirtækjum, þar á meðal hlut Baugs í FL-group.

Baugur Group verður ekki hluthafi í þessum félögum. Eignirnar verða seldar fyrir um 65 milljarða króna.

Auk þess að takmarka fjárfestingar Baugs við smásölugeirann verður landfræðilegur markaður félagsins endurskilgreindur, um 85% fjárfestinga Baugs verða í Bretlandi, í Bandaríkjunum og í Skandinavíu.

Með þessum ráðstöfunum sínum er Baugur að laga lausafjarstöðu sína og gera það auðveldara að fá lán erlendis. FL group og fjölmiðlafyrirtækin draga úr möguleikum á að afla hagstæðs fjármagns. Ég vona aðeins,að eignarhaldið á Bonus haldist óbreytt og að sömu stefnu verði fylgt og áður,þ.e. að Bonus sé alltaf með lægst veriðið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband