Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Steingrímur J. gagnrýnir NATO væðingu
Miklar umræður urðu á alþingi í dag um skýrslu utanríkisráðherra um alþjóðamál.Skýrslan var mjög yfirgripsmikil.Stjórnarandstaðan gagnrýndi ýmislegt í skýrslunni. Steingrímur J.VG gagnrýndi það sem hanm kallaði NATO væðingu eða hernaðarvæðingu Íslands. Hann sagði að nú væri lögð áhersla á að fá sem flestar NATO þjóðir til þess að stunda heræfingar hér og miklum fjámunum væri varið til öryggis-og varnarmála. Þá gagnrýndi hann,að Ísland skyldi á fundi NATO í Búkarest hafa lagt blessun sína yfir uppsetningu eldflauga í Póllandi og Tékklandi.Hann sagði,að það hefði aldrei verið samþykkt á alþingi.Ingibjörg Sólrún sagði,að það væri sjálfsákvörðun Póllands og Tekklands hvort þessi lönd kæmu upp eldflaugum í löndum sínum eða ekki.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.