Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Skerst lögreglan í leikinn?
Reiknað er með, að atvinnubílstjórar sýni stuðning og fjölmenni þegar Sturla Jónsson, talsmaður þeirra, mætir til skýrslutöku í lögreglustöðinni á Hlemmi vegna mótmælaaðgerðanna síðustu daga. Fjármálaráðherra hlustaði á sjónarmið þeirra í morgun en vildi engu lofa um breytingar á lögum.
Það liggur nú í loftinu,að bílstjórar fari að hætta aðgerðum. Komið er að því,að lögreglan fari að skerast í leikinn. Að vísu er lögreglan mjög treg til þess að hafa afskipti af vinnudeilum. En þegar um öryggi borgaranna og hættuástand getur verið að ræða gegnir öru máli.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Búist við að bílstjórar fjölmenni á Hlemm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.