Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Bílstjórar halda áfram aðgerðum
Félagar hans hrópuðu hvatningarorð og að þeir myndu halda áfram aðgerðum.
Sturla mætti með lögmanni sínum til yfirheyrslu í morgun vegna aðgerða og mótmæla atvinnubílstjóra að undanförnu.
Varðandi aðgerðir bílstjóra og spurningar lögreglu um þær sagði Sturla: Ég er náttúrulega bara vegfarandi hérna sem lendir í umferðaröngþveiti og verð bara að berjast fyrir mínu sjálfur," sagði Sturla.
Sturla sagði að lögreglan hefði farið í gegnum lista af spurningum en að hann hafi ekki svarað neinu enda bæri honum ekki skylda til þess.
Aðspurður hvort bílstjórar ætluðu að halda áfram aðgerðum svaraði hann: Þið heyrið í strákunum, þeir eru meira en fílefldir bara. Það lítur út fyrir að menn eflist bara við það að verða teknir í yfirheyrslur og það segir okkur að þetta er bara lögregluríki"
Samkvælmt þessu er aðgerðum bílstjóra hvergi nærri lokið.Þeir ætla greinilega að halda áfram aðgerðum.Sturla,forsprakki ,bílstjóranna,virðist gæta sín á því að viðurkenna ekki að hann sé að hvetja til aðgerða eða standa fyrir þeim. En heyrst hefur að til standi að ákæra hann.
Björgvin Guðmundssob
Bílstjórar: Við höldum áfram" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.