Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Sömu laun fyrir sömu vinnu
Ein aðalkrafan af hendi Stéttarfélags í almannaþjónustu (SFR) í komandi kjarasamningum við ríkið er að greidd verði sömu laun fyrir sambærileg störf hjá ríki og á almennum markaði. Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, er hér um nýmæli að ræða. Spurður um ástæðu kröfunnar segir Árni Stefán sameiginlega launakönnun SFR og VR sem gerð var fyrir rétt rúmu ári hafa leitt í ljós að 20-39% launamunur væri á sambærilegum störfum hjá ríkinu og á almennum markaði.
Þetta er góð krafa hja SFR. Fleiri stéttarfélög þyrfti að fylgja fordæmi SFR. Þrátt fyrir falleg orð í ræðum er ástandið í jafnréttismálum að því er laun varðar mjög slæmt. Launamunur er mjög mikill og það er ekkert gert í málinu annað en að tala. Og jafnvel lögum,sem sett eru um málið er ekki framfylgt.
Björgvin Guðmundsson
SFR vill sömu laun fyrir sambærileg störf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.