Norðurlönd verði sameiginlegt markaðssvæði

Norrænu forsætisráðherrarnir segjast í yfirlýsingu, sem send var út eftir fund þeirra í Norður-Svíþjóð í dag, stefna að því að efla norrænt samstarf enn frekar til þess að mæta áskorunum hnattvæðingarinnar. Lykilatriði sé að gera Norðurlönd að sameiginlegu markaðssvæði með sterka samkeppnisstöðu.

Í yfirlýsingunni segja ráðherrarnir, að til að ná því markmiði hafi þeir náð samkomulagi um að leggja enn meiri áherslu á að ryðja öllum stjórnsýsluhindrunum úr vegi á norrænum landamærum og veita fólki, fyrirtækjum og stofnunum betra tækifæri til að ná fótfestu á sameiginlegum norrænum markaði. 

Yfirlýsing fosætisráðherranna er mjög athyglisverð. Ekki kemur   nákvæmlega fram í hverju sameiginlegt markaðssvæði er fólgið. Öll Norðurlöndin eru í EFTA svo að ekki er um neina innbyrðis tolla  á iðnaðarvörum eða fiskafurðum að ræða. En hvort Norðurlöndin ætla einnig  að stefna að myndun tollabandalags kemur ekki fram. Það er þó fremur ólíklegt.Sennilega geta ESB löndin,Danmörk.Svíþjóð og Finnland ekki tekið þátt í tollabandalagi með hinum Norðurlöndunum. ESB er tollabandalag,þ.e. ytri tollar eru samræmdir og hinir sömu en innbyrðis tollar felldir niður.

 

Björgvin Guð,undsson

'''''

 


mbl.is Vilja efna norrænt samstarf enn frekar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband