Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. felldi tillögu um að hækka aðstoð við þá verst settu

Meirihluti velferðarráðs Rvíkurborgar vill ekki hækka lágmarksaðstoð við fátækt fólk til bráðabirgða upp í lægstu hugsanlegu upphæð lífeyrisbóta. Tillögu um þetta var í dag vísað til nefndar sem ekki á að skila af sér fyrr en eftir marga mánuði, og verður grunnupphæð fjárhagsaðstoðar áfram rúmar 99 þúsund krónur á mánuði. Björk Vilhelmsdóttir og aðrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar í ráðinu lýstu í bókun miklum vonbrigðum með þessa afgreiðslu sem þýðir að aðstoð borgarinnar er áfram 36% lægri en ellilífeyrir og atvinnuleysisbætur. 

Ég lýsi furðu minni á þessari afgreiðslu. 99 þúsund á mánuði duga engan veginn í dag til þess að framfleyta sér enda er það  36% lægra en atvinnuleysisbætur.

 

Björgvin Guðmundsson
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband