Hvers eiga eldri borgarar að gjalda?

Nýir almennir kjarasamningar voru gerðir í feb.sl. Þeir lægst launuðu fengu 18000 kr. kauphækkun í upphafi eða 15%.Eldri borgarar fengu 5 þús.kr. hækkun lífeyris eða 4% hækkun.Hvers vegna fengu eldri borgarar ekki 18000 kr. hækkun eins og þeir lægst launuðu?Jú  þeir fengu 3,3% hækkun 1.janúar vegna launahækkana sl. ár.Sú hækkun var dregin frá  þeirri kauphækkun,sem ákveðin var til handa eldri borguruim! Síðan er verið að segja,að eldri borgarar eigi að fá einhverja meiri hækkun einhvern tímann seinna á árinu. Hvaða hundakúnstir eru þetta? Það hefur alltaf verið sagt,að eldri borgarar ættu að fá sömu hækkun og láglaunafólk.Meira  að segja Davið Oddsson sagði það, þegar hann var forsætisráðherra.Hann sagði,að eldri borgarar mundu ekki tapa á því þó

skorið væri á sjálfvirk tengsl milli bóta og lágmarkslauna.En þeir tapa á Því. Þeir eru hlunnfarnir.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband