Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Grunnskólakennarar eru með lægstu launin
Yfirstandandi kjörtímabil hefur ekki verið tímabil átaka við samningaborðið, enda samningar löngu gerðir og við það að renna út. Það hefur hins vegar ekki farið fram hjá neinum að skólarnir hafa átt í vandræðum með að ráða til sín fólk og margur góður kennarinn hefur horfið til annarra og betur launaðra starfa. Skólarnir hafa orðið undir í samkeppni um vinnuafl og margt bendir til þess að þeir samningar sem nú standa yfir, eða eru framundan, muni skilja á milli feigs og ófeigs í starfsemi skóla á næstu árum, sagði Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands (KÍ), í opnunarávarpi sínu á þingi sambandsins á Grand Hótel í Reykjavík í gær.
Aðspurður segist Eiríkur þó vilja leyfa sér ákveðna bjartsýni fyrir komandi samninga. Mér skilst að samskipti grunnskólakennara við sveitarfélögin, hingað til, gefi til kynna gagnkvæman vilja til að leysa málin í sameiningu. Ég held að menn séu búnir að upplifa svo mikið á undanförnum mánuðum og búnir að sjá á eftir svo mörgum kennurum úr þeirri stétt, að þessi gagnkvæmi vilji hafi skapast. Hann segir sömu lögmál gilda um aðstæður annarra hópa, bæði leik-, tónlistar- og framhaldsskólakennara. Mjög mikilvægt sé til dæmis að framhaldsskólinn komi vel út úr næstu samningum.
Samkvæmt könnun,sem Gallup gerði nýlega eru grunnskólakennarar með lægstu launin af öllum kennarastéttum,þar á meðað leikskólakennurum.Ef laun þeirra verða ekki leiðrétt má búast við' algerum flótta úr stéttinni.
Björgvin Guðmundsson
Næstu samningar gætu skilið milli feigs og ófeigs í skólastarfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.