Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Þorgerður Katrín! Vertu heima
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ætlar að öllu óbreyttu að vera viðstödd opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Bejing í ágúst. Vel verði fylgst með þróun mála en ef aðstæður breytist til hins verra, komi til greina að fara ekki.
Það er alveg ljóst að við fordæmum öll þau mannréttindabrot sem eru viðhöfð af hálfu kínverskra stjórnvalda, bara þannig að það sé skýrt, sagði Þorgerður Katrín. Að öllu óbreyttu yrði hún við opnunarhátíðina í Bejing líkt og hún var viðstödd opnunarhátíðina í Aþenu árið 2004.
Þar var ég ekki í boði grískra stjórnvalda, heldur í boði íþróttahreyfingarinnar sem fór fram á að ég yrði viðstödd og það sama á við núna. Ég verð fyrst og fremst þarna til að styðja við bakið á okkar íþróttafólki og hvetja það til dáða en ekki til að strjúka Kínverjum. En að sjálfsögðu er það þannig að maður fylgist náið með hvernig mál þróast, sagði hún.
Það eru mér mikil vonbrigði að heyra,að Þorgerður Katrín,menntamálaráðherra,ætli að vera á opnunarhátíð Olympíuleikanna.Það breytir engu hvort hún er þar í boði íþróttahreyfingar Kína eða stjórnvalda. Almenningur gerir engan greinarmmun á því. Ef ráðamenn heimsins sniðganga opnunarhátíð leikanna eru það skýr skilaboð til stjórnvalda í Kína um það að þau verða að breyta um stefnu og hætta mannréttindabrotum.Það er út í hött að ætla að bíða eftir frekari mannréttindabrotum. Nóg er komið og nóg er í gangi í Tíbet. Krafan er þessi: Sniðgöngum opnunarhátíðina.
Björgvin Guðmundsson
Fer á opnunarhátíðina en ekki til að strjúka Kínverjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.