Biðlistar BUGL styttast

Biðlistar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) hafa styst og hafið er fræðslustarf sem er ætlað að efla nærþjónustu við börn og unglinga með geðraskanir.

Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, sagði að lengi hefði verið þörf á að auka og samhæfa þjónustu deildarinnar. Hlustað hefði verið á tillögur starfsfólks og í ágúst sl. fékkst aukið fjármagn. Í kjölfarið voru ráðnir fjórir nýir starfsmenn auk fræðslustjóra.

Starfsfólk BUGL hefur aukið vinnuálag undanfarna tvo mánuði og m.a. sett upp svonefnda „laugardagsklínik“. Þá hefur verið unnið utan hefðbundins vinnutíma til þess að taka við börnum af biðlista.

Á undanförnum tveimur mánuðum er búið að vinna um 22 mál af biðlistum umfram það sem ella hefði verið unnt að sinna. Um miðjan ágúst 2007, þegar ákveðið var að auka framlög til BUGL, voru 165 mál á biðlistanum en nú eru þau 107. Á þessum tíma hafa borist um 100 nýjar tilvísanir. Af þeim hafa bæst við um 80 ný mál á biðlistann. Í heild hafa því verið unnin tæplega 140 mál á rúmu hálfu ári. Guðrún sagði að miðað væri við að bið eftir þjónustu á borð við þá sem BUGL veitti væri um þrír mánuðir. Hún sagði starfsfólk BUGL hafa leitað leiða til þess að biðlistinn lengdist ekki aftur.

„Við höfum viljað leggja áherslu á samvinnu við aðrar stofnanir, bæði þjónustumiðstöðvar og heilsugæslu,“ sagði Guðrún. „Við viljum auka fræðslu til lækna í heilsugæslu og eins annarra sem koma að þjónustu við börn og unglinga með geðraskanir. Einnig kemur til greina að flytja úrræði sem við höfum hér til heilsugæslunnar þannig að hægt sé að nálgast vandann í nærumhverfi barnanna.“

Bæði núverandi ríkisstjórn og sú fyrrverandi hafa unnið  að því að stytta biðlista BUGL og það er ánægjulegt að heyra að það hefur skilað árangri. Biðlistinn hefur stytst um 58.Á honum eru nú 1o7.Það er að sjálfsög'u alltof mikið en þetta er í  rétta átt.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Biðlistar BUGL hafa styst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband