Var kvótamálinu fórnað fyrir stjórnarsamvinnu með Sjálfstæðisflokknum?

Samfylkingin lagði eitt stærsta baráttumál sitt,kvótamálið,til hliðar  í síðustu alþingiskosningum.Margir telja,að það hafi verið gert til þess að greiða fyrir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.Ef það er rétt hefði Samfylkingin átt að vera því harðari í öðrum baráttumálum sínum  eins og velferðarmálum og skattamálum.En svo var ekki. Ákvæðin um þessi mál í stjórnarsáttmálanum eru ekki nógu skýr. Ég er mjög óánægður með það, að Samfylkingin skuli hafa lagt kvótamálið til hliðar. Þetta er eitt stærsta og mikilvægasta baráttumál jafnaðarmanna  í dag. Það verður að stokka kvótakerfið upp, draga veiðiheimildir inn á ákveðnu tímabili og bjóða aflaheimildir upp eða úthluta þeim á ný gegn greiðslu.Kvótakerfið hefur skapað gífurlegt misrétti í þjóðfélaginu. Margir hafa fengið úthlutað frítt miklum verðmætum,sem þeir hafa síðan selt og braskað með eins og þeir ættu veiðiheimildirnar. þó svo sé ekki.Jafnaðarmenn munu ekki hætta baráttunni fyrr en misrétti kvótakerfisins hefur verið leitrétt.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband