Gylfi Magnússon: Vikja þarf frá bankaráði og stjórn Seðlabankans

Stjórn og stefna Seðlabankans er komin í algjört þrot og uppstokkun er nauðsynleg, sagði Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, í samtali við r Sjónvarpið í kvöld. Hann segir að það sé sjálfstætt vandamál hve litla trú menn hafi á Seðlabanka Íslands.

“Það þarf að efla þá trú,” sagði Gylfi og kvaðst efast um að það yrði hægt nema með uppstokkun. Víkja þurfi frá bankaráði og stjórn bankans og setja faglegt bankaráð sem taki ákvarðanir í peningamálum og aðrar meiriháttar ákvarðanir.

Sömu kröfu setti Jón Baldvin Hannibalsson fram fyrir skömmu. Og Þorvaldur Gylfason prófessor hefur oft gagnrýnt það að settir væru inn í Seðlabankann sem bankastjórar fyrrverandi stjórnmálamenn,þegar þar ættu að sitja sérfræðingar í peningamálum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband