Einhleypir eldri borgarar gleymdust!

Þegar ríkisstjórnin gaf yfirlýsingu 5.des.sl. um kjaramál aldraðra og öryrkja gleymdi hún einhleypum eldri borgurum.Hún hafði fyrst og fremst hugann við þá sem væru á vinnumarkaðnum og ættu maka.Taldi hún þessa aðila standa verst að vígi? Varla. Það,sem réði var,að þetta var ódýrast fyrir ríkissjóð.Það kostar ríkið ekkert að draga úr skerðingu lífeyris aldraðra vegna atvinnutekna,þar eð ríkið fær kostnaðinn  af því allan til baka í auknum skatttekjum.Ekki varð undan því komist að  afnema skerðingu lífeyris vegna tekna maka,þar eð Hæstiréttur úrskurðaði fyrir 5 árum,að slík skerðing væri brot á stjórnarskránni og fyrri ríkisstjórn hafði lofað Landssambandi eldri borgara því,að sú skerðing yrði afnumin um síðustu áramót.Það gerist 3 mánuðum síðar.

Einhleypir eldri borgarar hafa ekki fengið eina krónu í hækkun vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í des. sl. og þeir fá enga hækkun vegna þessarar yfirlýsingar 1.júlí heldur, ef þeir hafa eitthvað smáræði úr lífeyrissjóði. Ef þeir hafa ekkert úr lífeyrissjóði fá þeir hinn 1.júlí 8 þús. kr. netto. Það eru öll ósköpin.Vegna kjarasamninganna í feb. sl. fengu einhleypir eldri borgarar 5 þús. kr. hækkun á sama tíma og hinir lægst launuðu á almennum vinnumarkaði fengu 18 þús. kr. hækkun. Þannig er skammtað.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband