Mikil óánægja með vaxtahækkun Seðlabankans

Ákvörðun Seðlabankans í gær um vaxtahækkun er misráðin segir í harðorðri grein frá framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins sem birt er á vef samtakanna. Samtökin segja Seðlabankann byggja á veikum grunni og hamla aðgangi bankanna að lánsfé.

.


 

Vilhjálmur Egilson framkvæmdastjóri SA segir að á undanförnum árum hafi lánamarkaðurinn breyst þannig að hin hefðbundna peningastefni virki ekki fyrir hagkerfið. Þótt Seðlabankinn hafi hækkað vextina, hafi það ekki haft nein áhrif á verðbólguna, gengið hafi sveiflast mikið.

Vilhjálmur segir Seðlabankann byggja greiningu sína á efnahagsástandinu og horfum á afar veikum grunni. Þá hafi vaxtaákvarðanir bankans þau áhrif að aðgangur atvinnulífsins að erlendu lánsfé sé orðinn afar takmarkaður.

Ljóst er að Samtök atvinnulífsins eru mjög óánægð með vaxtaákvörðun Seðlabankans. Gylfi Magnússon dósent tekur í sama streng.Ég er sammmála þessum aðilum.Ég tel,að vaxahækkun Seðlabankans muni engin áhrif hafa í þá átt að lækka verðbólguna. En lánsfé verður dýrara og neytendur fá að borga.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband