Föstudagur, 11. apríl 2008
Guðm.Ólafsson:Davíð eða Geir verða að fara
Á Útvarpsögu í morun ræddu þeir Guðmundur Ólafsson og Sigurðu G.Tómasson um efnahagsmálin.Þeir ræddu m.a. misræmið i yfirlýsingum Geirs og Davíðs. Geir hefur sagt,að ríkið muni standa á bak við bankana eins og ríkisstjórnir hafi gert erlendis.Davíð sagði hins vegar í gær,að bankarnir ættu að sjá um sig sjálfir. Þeir Guðmundur og Sigurður voru mjög hneykslaðir á misvísandi yfirlýsingum Geirs og Davíðs og Guðmundurg Ólafsson sagði: Annar hvor þeirra verður að fara,Daví'ð eða Geir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Facebook
Athugasemdir
Geir er kosinn af þjóðinni, alla vega hluta hennar en Davíð er ráðinn af ríkinu. Það er hægt að reka hann en ekki Geir.
Það væri kanski ráðið að reka Davíð svo Geir fá vinnufrið.
GÞÖ
http://orangetours.no/
Dunni, 11.4.2008 kl. 14:27
Málefnaleg umræða Björgvin!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.4.2008 kl. 16:14
Það er nánast ógerningur að reka seðlabankastjóra nema hann kjósi sjálfur að hætta eða safnist til feðra sinna í embætti. Sjá lög um seðlabankann. Þetta er helv. flott kerfi. Pólitíkusar setja lög og síðan þegar þeir eru orðnir málefnalega gjaldþrota og enginn tekur lengur mark á þeim utan nánustu hirðar þeirra þá skipa þeir sjálfa sig í stöður sem ómögulegt er að losna við þá úr vegna þeirra eigin lagasetningar.
Baldur Fjölnisson, 11.4.2008 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.