Atvinnuleysi mun aukast

 Avinnuleysi á Íslandi í mars 2008 var 1% líkt og í febrúar og voru að meðaltali 1.674 einstaklingur á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þetta er lítilsháttar fjölgun frá febrúarmánuði, eða um 43 manns, þó atvinnuleysið mælist óbreytt. Fyrir ári síðan, eða í mars 2007, var atvinnuleysið 1,3%.

Atvinnuleysi eykst á höfuðborgarsvæðinu um 10% og er nú 0,8% en var 0,7% í febrúar. Á landsbyggðinni minnkar atvinnuleysi um 3,5% og er 1,5% en var 1,6% í febrúar.  Atvinnuleysi karla eykst um   AAaaa6,6% og er 0,9% en var 0,8% í febrúar. Atvinnuleysi kvenna minnkar lítils háttar og mælist 1,3% líkt og í febrúar.

Seðlabankinn spáir nú 5% atvinnuleysi 2010.Talið er a'ð strax næsta haust geti atvinnuleysi aukist vegna ýmissa merkja um samdrátt í efnahagslífinu.Það er ljóst,að uppsveiflunni er lokið í bili og niðursveifla hafin.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Atvinnuleysi 1% í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda alveg nauðsinnilegt að auka atvinnuleysi. Það er ekki með mannvonsku í huga sem flestar þjóðir í kringum okkur telja að atvinnuleysi undir 3% sé mjög varasamt. Það er bara eina leiðin til að halda aftur af verðbólgu. Þetta hefur ekki neitt með ESB að gera þetta er bara það lágmarks atvinnuleysi sem þarf að vera til að halda aftur af versta verðbólguþrýstingnum.

Of hátt atvinnustig leiðir til vandamála sem eru verri en hátt atvinnustig þegar til lengri tíma lítur og þessi stefna um að allir hafi vinnu er að bíta okkur í rassinn þessa dagana, ásamt mörgu öðru.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband