Sunnudagur, 13. apríl 2008
Útlendur,eftirlýstur,meintur morðingi gengur hér laus
Von er á alþjóðlegri handtökuskipan á hendur útlendum karlmanni sem hefur stundað byggingavinnu hér á landi undanfarna mánuði. Maðurinn er grunaður um morð í heimalandi sínu. Þetta kom fram í Fréttablaðinu. Í kvöldfréttum RÚV kom fram að samkvæmt heimildum fréttastofu útvarpsins hefur hann komið við sögu lögreglu hér á landi en er ekki í haldi.
Fréttablaðið greinir frá því að maðurinn sé grunaður um morð í Wloclawek í Póllandi og var handtökutilskipun gefin út á hann á síðasta ári. Hann var þá í tengslum við glæpahóp sem meðal annars fékkst við fíkniefnasölu og peningaþvætti. Grunar lögreglu að hópurinn sé að færa út kvíarnar, meðal annars með því að selja pólskar konur í vændisþjónustu í Þýskalandi. Maðurinn hélt til Íslands eftir að handtökutilskipunin var gefin út.
Það er alvarlegt mál,að eftirlýstur,meintur morðingi gangi laus hér.Það leiðir hugann að því hvort unnt sé að hafa betra eftirlit með útlendingum,sem koma hingað til vinnu eða dvalar.Þeirri hugmynd hefur veruð hreyft að láta ætti útlendinga,sem komaa hingað til vinnu eða lengri dvalar framvísa sakavottorði. Það er sennilega erfitt í framkvæmd,þar eð þá yrðu Íslendingar að sæta því að þyrfa að framvísa sakavottirði,þegar þeir færu til útlanda.Sennilega væri best að lögregluyfirvöld hér tækju upp meira samstarf við l0gregluyfirvöld í l0ndum þeim,sem hafa verið að senda hingað flesta misyndismenn.
Björgvin Gupðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:16 | Facebook
Athugasemdir
Ég held nú að Björn Bjarnarson sé í mótvindi vegna þess að honum er neitað um þá peninga sem honum vantar einmitt í þessi mál. Vitna bara í síðasta pistil hans á heimasíðunni hans. Ég skil ekkert í Geir að láta hann ekki hafa þessa peninga. Ég varð alla vega undrandi á þekkingu hans á þessum köllum og fleiru þegar ég átti fund með honum. Hann slagar hátt í að vera ekta afbrotafræðingur! Hann er í réttum samböndum við lögreglu út um allt, en fær ekki það sem honum vantar. Stálheiðarlegur hvað svo sem hver segir, er mín skoðun eftir persónulegan fund með honum. Þessi Pólverji verður tekinn bráðlega ef ég þekki rétt til vinnubragða Björns og sendur heim. Okkur vantar ekkert svona fólk.
Óskar Arnórsson, 13.4.2008 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.