Þorvaldur Gylfason:Bankastjórarnir verða að fara

Þorvaldur Gylfason prófessor var í  Silfri Egils í dag. Egill Helgason spurði hann hvað hann vildi segja um ummæli Gylfa Magnússonar dósents um Seðlabankann en  Gylfi sagði,að skipta yrði um bankastjórn og bankaráð Seðlabankans. Þorvaldur kvaðst sammála Gylfa um að bankastjórarnir yrðu að  fara.Peningamálastefna bankans hefði brugðist og stjórnendurnir bæru ábyrgð á því.Þoraldur gagnrýndi harðlega  pólitískar skipanir  á bankastjórum Seðlabankans.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Lastu grein Ragnars Önundarsonar í Morgunblaðinu föstudaginn 4. apríl? Þar er mjög hörð gagnrýni á störf viss bankastjóra. Ragnar bendir réttilega á skiptingu bankakerfisins í fjárfestingabanka, viðskiptabanka og þjóðbanka eða seðlabanka. Allir hafa mismunandi hlutverk en það er mjög ámælisvert þegar bankamenn sem stýra banka sækja áhættufé í viðskiptabanka til fjárfestinga.

Ragnar hefur ritað margar mjög athyglisverðar greinar um bankamál, fjármál og viðskipti á undanförnum árum. Hann er bæði glöggur og kann að setja sjónarmið sín mjög vel fram.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 13.4.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband