Peningar og mannúð takast á í heilbrigðiskerfinu

Peningar og mannúð takast á í heilbrigðiskerfinu,segir Magnús Pétursson,fyrrverandi forstjóri Landsspítalans í opnuviðtali  í Mbl. í dag. Það kemur fram í viðtalinu,að Magnús vill að mannúðarsjónarmiðið  sé haft í fyrirrúmi en það má lesa milli línanna i viðtalinu,að peningasjónarmiðið hafi verið farið  að hafa forgang. Nýr heilbrigðisráðherra setti sérstaka tilsjónarnefnd til höfuðs Magnúsi. Með því var í raun dregið úr valdi Magnúsar og  nefndin látin  sinna að mörgu leyti því sama og forstjóri. Sjálfstæðismenn tala gjarnan um það,að opinber rekstur sé mun þyngri í vöfum en einkarekstur. Ákvarðanataka gangi fljótar fyrir sig í einkafyrirtækjum.Því er það furðulegt,að heilbirgðisráðherra Sjálfstæðisflokksins skuli gera ákvarðanatöku Landspítalans þyngri í vöfum með því að setja sérstaka tilsjónarnefnd yfir forstjórann.Það má sjá af viðtalinu við Magnús ,að tilsjónarnefndin átti stóran þátt í því að Magnús hætti. Það má heita að ráðherra hafi flæmt Magnús úr starfi.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband