Mánudagur, 14. apríl 2008
Ingibjörg Sólrún full rausnarleg gagnvart bönkunum
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra slær því föstu í samtali við danska blaðið Berlingske Tidende að allir bankar landsins geti reiknað með stuðning frá ríkisvaldinu ef þeir lenda í vandræðum.
Hún er tilbúin til þess að styðja þá beint með framlögum úr ríkissjóði og einnig til þess að auka gjaldeyrisvarasjóð landsins.
Á sama tíma hafnar hún því að bankarnir muni komast í þrot áður en að lausafjárkreppunni á alþjóðamarkaðinum lýkur. Ingibjörg segir að stjórmvöld muni ekki láta það líðast að bankarnir verði gjaldþrota eins og staðan er í dag.
Þannig segir Vísir.is frá samtali Berlingske Tidende við Ingibjörgu Sólrúnu Gíslasdóttur,utanríkisráðherra.Ef þetta er rétt eftir haft þykir mér Ingibjörg Sólrún vera fullrausnarleg í yfirlýsingum um bankana.Ég þykist vita,að ráðherrar ríkisstjórnarinnar vilji með yfirlýsingum erlendis auka traust á íslenskum bönkum á ný. En ég tel ekki að ríkið eigi að veita bönkunum framlög eða styrki eins og það heitir á íslensku.Það má auka gjaldeyrisvarasjóðinn og Seðlabankinn gæti tekið erlent lán í því skyni og til þess að eiga peninga sem varasjóð m.a. vegna íslensku bankanna.Jafnvel kaup á einhverjum skuldabréfum af bönkunum kæmu til greina,ef allt um þryti hjá þeim. En það þarf að byrja á því að setja ný lög um viðskiptabanka og þar tel ég að kæmi til greina að skipta resktri þeirra í tvennt,fjárfestingarstarfsemi og viðskiptamannastarfsemi. Það gengur ekki að bankarnir séu í alls konar fjárrfestingarbraski og setji sparifé landsmanna í hættu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.