Sjálfsögð mannréttindi,að hver einstaklingur njóti fullra réttinda

Margir elli-og örorkulífeyrisþegar eru mjög ánægðir með að búið sé að afnema skerðingu lífeyris vegna tekna maka.Það var góð réttarbót,í raun mannréttindamál. Tökum dæmi: Lífeyrisþegi sem á maka sem hefur 50 þúsund í atvinnutekjur á mánuði fær nú  111 þúsund á mánuði frá almannatryggingum eða 105 þúsund krónur eftir skatta.Áður fékk hann 102 þúsund á mánuði frá TR. eða 99 þúsund eftir skatta.Hann fær því   6 þúsud meira á mánuði eftir skatta.Ekki eru þetta háar tölur og munurinn er meiri ef atvinnutekjur eru hærri. En þetta er ekki aðeins spurning um peninga. Heldur er þetta einnig mannréttindamál. Það eru sjálfsögð mannréttindi,að hver einstaklingur sé sjálfstæður og njóti réttinda sem slíkur.Lífeyrir einstaklinga frá TR,sem ekki hafa aðrar tekjur er nú 135 þúsund á mánuði eða  118 þúsund eftir skatt.Hann hefur hækkað um 5 þúsund á mánuði fyrir skatt. Það eru öll ósköpin.Lífeyrisþegi sem býr einn fær heimilisuppbót,sem er tæpar 25 þús. kr. á mánuði en sá,sem býr með öðrum fær ekki heimilisuppbót.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband