Mánudagur, 14. apríl 2008
Spáðu hækkandi vaxtaálagi,gengisfalli og verðbólgu
Fyrir síðustu þingkosningqar gaf Samfylkingin út rit um efnahagsmál undir ritstjórn margra séfræðinga en Jón Sigurðsson hagfræðingur og fyrrverandi Seðlabankastjóri var formaður ritstjórnar.Í inngangsorðum sagði svo m.a:
Hættan er sú að Ísland missi trúverðugleika á á alþjóðlegum fjármálamörkuðum en þá væri voðinn vís með hækkandi vaxtaálagi, gengisfalli og verðbólgugusu.
Mönnum þykir í dag,að í ritinu hafi verið spáð nokkuð nákvæmt um það sem nú er komið fram í efnahagsmálum. Ritið hefur verið prentað upp á ný en það var uppurið. Það er því fáanlegt á ný.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.