Samkomulag um samstarf Íslands við Nýfundnaland og Labrador

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Danny Williams, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labrador, skrifuðu í dag undir samkomulag um tvíhliða samstarf Íslands og kanadíska fylkisins en Geir er þar í heimsókn.

Að sögn forsætisráðuneytisins er samkomulaginu ætlað að greiða fyrir samráði og upplýsingaskiptum opinberra- og einkaaðila, greiningu á sameiginlegum hagsmunum og leit að hagnýtum samstarfsverkefnum. Þá er stefnt að aukinni samvinnu á sviði menningar, mennta og lista.

Gert er ráð fyrir að stofnuð verði sérstök nefnd sem kanni hvernig hægt verði að efla almenn samskipti Íslands og Nýfundlands og Labrador. Þar verði forgangsverkefni að stuðla að gagnkvæmri fræðslu og iðnþróun, m.a. á sviði sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda, sjávarútvegs og öryggis á hafi.

Fagna ber tvíhliða samstarfi Íslands og Nýfundnalands/ Labrador.Ísland og Nýfundnaland eiga margt sameiginlegt svo sem  áhuga á fiskveiðum  og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.En samstarfið a einnig að taka til menningar og lista.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Samið um samstarf við Nýfundnaland og Labrador
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband