Þingið þarf að vinna betur

Engir þingfundir eru á  alþingi á mánudag og föstudag í þessari viku.Þingið tekur lengra jólaleyfi og páskaleyfi en börnin í skólunum fá.Er ekki komin tími til þess að stokka upp vinnulag þingsins? Getur þingið ekki unnið í takt við þegna þjóðfélagsins,hætt stöðugum fríum og löngu sumarhléi. Auðvitað á þingið að starfa á sumrin og þingmenn aðeins að taka sumarleyfi eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Gamla lumman um að þingið þyrfti að gera hlé til þess að þingmenn gætu heimsótt kjördæmi sín á ekki við lengur. Með nútíma tækni er unnt að  hafa samband við kjósendur og kjördæmi án þess að leggja þingstörf niður svo mánuðum skiptir. Þingið þarf að vinna betur.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband