Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Landspítalinn í heild ekki einkavæddur
Landspítalinn verður ekki einkavæddur í heild sinni á næstu árum, segir annar forstjóra hans. Það sé hins vegar rétt að skoða hvaða hluta starfsemi hans megi bjóða út. Heilbrigðisráðherra skipaði sjö manna nefnd um málefni Landspítalans í lok október og á hún að sinna eftirliti með starfsemi spítalans og veita ráðherra ráðgjöf um málefni hans.
Vilhjálmur Egilsson, formaður nefndarinnar, sagði í fréttum Sjónvarps í gær að öll rekstrarform kæmu til greina á spítalanum, einkarekstur jafnt sem opinber. Nefndin mun kynna tillögur sínar um breytingar á stjórnskipulagi og rekstri spítalans í júní.
Anna Stefánsdóttir, forstjóri Landspítalans telur það hverri stofnun hollt að horfa inn á við og skoða reksturinn á hverjum tíma. Stjórnskipulag Landspítalans hefur verið óbreytt í fjögur ár og því tími kominn til að endurskoða það. Margir kippast við þegar talað er um einkarekstur í heilbrigðisgeiranum, ekki síst ef Landspítalinn allur er undir, eins og mátti skilja á nefndarformanninum í gær. Nefndin fundaði með á þriðja hundrað stjórnendum spítalans á fimmtudag og fór yfir ýmsar hugmyndir um reksturinn. Anna er þeirrar skoðunar að Landspítalinn í heild sinni skuli ekki einkavæddur. Hún er þó ekki á móti að hluti starfseminnar fari í útboð.
Það eru ef til vill ekki miklar fréttir,að Landspitalinn í heild verði ekki einkavæddur.Það hefur enginn búist við því. Það er ekki meirihluti fyrir því á alþingi.Hins vegar undirrstrikar Anna Stefánsdóttir það sem menn hafa óttast,að einstakir hlutar spítalans verði hugsanlega boðnir út og settir í hendur einkaaðila til reksturs.Það er þegar búið að bjóða út fyrsta hlutann,þ.e. heilabilunardeild Landspítalans á Landakoti og semja við einkaaðila um rekstur þeirrar deildar. Það kostaði nokkru meira en Landspítalinn hefur greitt fyrir rekstur deildarinnar. Það er ef til vill markmið Guðlaugs Þór að borga meira fyrir rekstur Landspítakans en þörf krefur.Það er búið skera rekstur spítalans svo mikið niður að einkaaðilar treysta sér ekki til að reka deildirnar fyrir sama pening og Landspítalinn sjálfur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.