Þriðjudagur, 15. apríl 2008
96 hjúkrunarfræðingar hætta á Landspítala 1.mai
Engir fundir hafa verið milli hjúkrunarfræðinganna og yfirstjórnenda LSH síðan 1. apríl sl. og engir fundir verið boðaðir á næstunni. Þetta er algjör pattstaða, segir Þórdís. Ekkert heyrist frá stjórnendum. Þeir halda sínu til streitu líka, segir hún. Á síðasta fundi hafi stjórnendur lagt fram tillögur sem Þórdís segir hjúkrunarfræðinga ekki hafa getað sætt sig við.
Þetta er alvarlegt ástand. Ef 96 hjúkrunarfræðingar ganga út 1.mai getur Landspítalinn stöðvast.Með því að hér er um uppsagnir að ræða geta stjórnvöld ekkert gert.Þau geta með lögum framlengt samninga og bannað verkföll,þegar um verkföll er að ræða en þau ráða ekki við uppsagnir. Svo virðust sem stjórnvöld taki ekki með alvöru á þessu máli,þar eð engir fundir hafa verið með fólkinu í hálfan mánuð.
Björgvin Guðmundsson
Algjör pattstaða – engir fundir og uppsagnir standa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.