Ţriđjudagur, 15. apríl 2008
Fjármálaráđuneytiđ spáir 16-17% lćkkun fasteigna
Í Ţjóđarbúskapnum, ţjóđhagsspá fjármálaráđuneytisins er ţví spáđ ađ fasteignaverđ muni lćkka um 16 til 17 prósent fram til ársins 2010. Ţetta er um helmingi minni lćkkun en Seđlabankinn gerir ráđ fyrir í nýjustu útgáfu Peningamála.
Ráđuneytiđ gerir ráđ fyrir 0,5 prósenta hagvexti í ár. Gert er ráđ fyrir ađ ál útflutningur aukist um 70 prósent en ađ innflutningur muni dragast saman. Á nćsta ári mun hagvöxturinn dragast saman um 0,7 prósent og er ţó gert ráđ fyrir álversframkvćmdum í Helguvík en ţetta er í fyrsta sinn sem sú framkvćmd er tekin inn í ţjóđhagsspá. Áriđ 2010 er síđan gert ráđ fyrir 0,10 prósenta hagvexti.
Viđskiptahallinn mun ađ mati ráđuneytisins dragast saman. Hann verđur 13,2 prósent í ár en áriđ 2010 verđur hann orđinn 6,6 prósent.
Gert er ráđ fyrir 1,9 prósent atvinnuleysi í ár, 3,8 prósent á nćsta ári og 3,5 prósentum áriđ 2010.
Verđbólgan verđur samkvćmt spánni 8,3 prósent í ár og síđan er gert ráđ fyrir ađ hún fari minnkandi. Spáđ er 3,9 prósenta verđbólgu á nćsta ári og ráđuneytiđ gerir ráđ fyrir ađ verđbólgumarkmiđum Seđlabankans, 2,5 prósent, verđi náđ áriđ 2010.
Ţetta er betri spá en svarta spá Seđlabankans. Ég tel meiri líkur á ađ spá ráđuneytisins gangi eftir en spá Seđlabankans.En vissulega er spá ráđuneytisins samt nógu dökk.8,3% verđbólga í ár er allof mikil verđbólga og setur kjarasamningana í uppnám.
Björgvin Guđmundsson
Í
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.