Miðvikudagur, 16. apríl 2008
REI í útrásarverkefnum.Fjármagn vantar
Aðkoma fjárfesta að Reykjavík Energy Invest (REI) er eitt af því sem skoðað verður í stefnumótun fyrirtækisins til framtíðar, að því er kom fram í máli Kjartans Magnússonar, stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur og REI, á borgarstjórnarfundi í gær.
Kjartan sagðist ekki sjá fyrir sér að REI fengi fjármagn frá Orkuveitunni í framtíðinni og fyrirtækið myndi lágmarka áhættu í þeim verkefnum sem þegar væru komin í gang. Á meðan vinna við stefnumótun væri í gangi þyrfti hins vegar að standa vel að rekstri REI og halda áfram með verkefnin. Borgarfulltrúi Framsóknarflokks sagði útrásarstefnu meirihlutans af sama meiði og mörkuð var af fyrsta meirihluta þessa kjörtímabils sem sprakk eftirminnilega þegar REI-málið stóð hvað hæst.
Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, bar það undir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, oddvita sjálfstæðismanna í borginni, hvort Kjartan hefði haft umboð borgarstjórnarflokksins þegar hann undirritaði samkomulag milli REI og ríkisstjórnar Afríkuríkisins Djíbútís og vilyrði fyrir frekari viðræðum við orkufyrirtæki jemenska ríkisins nú nýverið. Vilhjálmur játti því að Kjartan hefði haft umboð til að vinna að framgangi þessara mála en með lágmarksáhættu að leiðarljósi. Hann hrósaði jafnframt stjórnarformanninum fyrir vel unnin störf.
REI hefur leitað eftir lánsfjármagni erlendis og væntanlega fæst það því annars eru þessi verkefni,sem eru í burðarliðnum,strand.Ég er sammmála því að ekki á að láta Orkuveituna fjármagna verkefni erlendis.
Björgvin Guðmundsson
Skoða aðkomu fjárfesta og halda áfram verkefnum REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í grundvallaratriðum er hugmyndin um REI hárrétt. En Sjálfstæðisflokknum tókst nú einhvern veginn að klúðra þessu mikilvæga máli. Nýríku Nonnarnir og Bjarnanir ákváðu að skipta fyrst kökunni áður en ákveðið væri hvernig og hvar hún skyldi bökuð.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 16.4.2008 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.